Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

CCP innleiðir Windows 7

Tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur hafið innleiðingu Windows 7 starfsmönnum til óblandinnar ánægju.  Microsoft á Íslandi segir frá því á vef sínum, þar sem sagt er frá reynslusögum viðskiptavina.

Í samtali við Microsoft á Íslandi segir Ian O'Brien kerfisstjóri hjá CCP:

Hraðari ræsing, hraðari vinnsla, færri vandamál og auðveldari vinna starfsfólks í stýrikerfinu – allt leiðir þetta til að sekúndur og mínútur sem áður fóru í bið eða fleiri aukahandtök græðast. Þetta safnast saman yfir daginn og þegar fyrirtækið er fjölmennt er um verulegan tíma að ræða. Svo bætist við að ég sem kerfisstjóri þarf að glíma við færri vandamál tengd stýrikerfum starfsmanna og get unnið mín verkefni hraðar. Ávinningurinn er því augljós.

Eins og gefur að skilja er mikilvægt að tölvukostur starfsmanna CCP sé sem öflugastur, enda vinna þeir daglega við verkefni á borð við forritun, hugbúnaðarprófun, þrívíddarhönnun og tölvuleikjaspilun. Kerfisstjórar CCP þurfa því að fylgjast vel með því nýjasta í vél- og hugbúnaði og meta hvort og hvernig eigi að innleiða nýjungar meðal starfsmanna.

O’Brien segir reynsluna af uppsetningu og notkun Windows 7 hjá CCP verið mjög góða.

Við sem erum í rekstrardeildinni höfum ekkert nema gott um Windows 7 að segja. Nýju notendaskilin (User Interface, UI) eru vel hönnuð og auðvelda manni alla vinnu í stýrikerfinu. Nýjungar eins og að geta fest þá hluti við verkreinina (taskbar) sem maður notar mest og að sýna stærri myndir af opnum gluggum á verkreininni auðvelda manni vinnuna.

Sjá PDF skjal með reynslusögu CCP.

 

 

 


Mikill áhugi á Windows 7 á Íslandi

Það hefur vakið athygli Microsoft hversu öflug netumræða hefur skapast um Windows 7 á Íslandi.

Mun koma stýrikerfisins óvíða hafa leitt af sér jafn margar heimsóknir á vefi Microsoft eins og hér, sé miðað við markaðsstærð.

Fjallað var um stýrikerfið á hlutlausan hátt í DV í gær og er það einnig mest lesna fréttin á vefnum í dag.

dv_051109.jpg

 

 

 

 


Linux höfundur kátur yfir Windows 7

 

Linus Thorvalds var einn þeirra mörgu sem gladdist á útgáfudag Windows 7 enda maðurinn glöggur á það sem gott er. Hér er hann á útgáfudaginn og gefur okkur sterkar vísbendingar um gleði sína á stýrikerfinu.

Linux founder approves of Win 7

Útgáfudagurinn haldinn hátíðlegur

Í tilefni dagsins tóku Microsoft á Íslandi og Opin Kerfi sig til og héldu morgunverðarfund þar sem komu Windows 7 var fagnað.

HPIM2137-400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  

IMG_3614-400

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Starfsmenn Opinna kerfa gæða sér á tertunni.

Fleiri myndir frá morgunverðarfundinum er hægt að sjá hér


Til hamingju með daginn!

Windows 7 er komið á markað. Það eru mjög góðar fréttir. 

Microsoft á Íslandi hefur ákveðið að lýsa upp höfuðstöðvar sínar við Engjateig næstu daga til að fagna útkomunni. 

 

Höfuðstöðvar Microsoft á Íslandi

 


Hulda og Sóley hjá Microsoft segja frá nokkrum nýjungum í Windows 7

Hulda Kristín Guðmundsdóttir og Sóley Jensdóttir, hjá Microsoft á Íslandi, nefna nokkur dæmi um nýjungar sem eru í boði í Windows 7.


Sérfræðingar hjá Opnum Kerfum segja frá Windows 7

Andrés Karl Sigurðsson og Guðmundur Zebitz, sérfræðingar hjá Opnum Kerfum ræða hér um Windows 7.


Upplifun Árna Matt á Windows 7

 

Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu, segir frá sinni reynslu af Windows 7 en hann hefur verið að keyra beta útgáfuna.


Hvað er nýtt í Windows 7?



Það er heilmargt nýtt í Windows 7.

Kíkið á stutta glærukynningu á Slideshare þar sem við tæpum á því helsta.

 


Næsta síða »

Um bloggið

Windows 7
Windows 7
Nokkrir tölvu-sérfræðingar skrifa um nýja stýrikerfið frá Microsoft. Windows 7 sem kemur á markað 22. október næstkomandi.

Spurt er

Hvaða stýrikerfi ertu með?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband