Leita í fréttum mbl.is

CCP innleiðir Windows 7

Tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur hafið innleiðingu Windows 7 starfsmönnum til óblandinnar ánægju.  Microsoft á Íslandi segir frá því á vef sínum, þar sem sagt er frá reynslusögum viðskiptavina.

Í samtali við Microsoft á Íslandi segir Ian O'Brien kerfisstjóri hjá CCP:

Hraðari ræsing, hraðari vinnsla, færri vandamál og auðveldari vinna starfsfólks í stýrikerfinu – allt leiðir þetta til að sekúndur og mínútur sem áður fóru í bið eða fleiri aukahandtök græðast. Þetta safnast saman yfir daginn og þegar fyrirtækið er fjölmennt er um verulegan tíma að ræða. Svo bætist við að ég sem kerfisstjóri þarf að glíma við færri vandamál tengd stýrikerfum starfsmanna og get unnið mín verkefni hraðar. Ávinningurinn er því augljós.

Eins og gefur að skilja er mikilvægt að tölvukostur starfsmanna CCP sé sem öflugastur, enda vinna þeir daglega við verkefni á borð við forritun, hugbúnaðarprófun, þrívíddarhönnun og tölvuleikjaspilun. Kerfisstjórar CCP þurfa því að fylgjast vel með því nýjasta í vél- og hugbúnaði og meta hvort og hvernig eigi að innleiða nýjungar meðal starfsmanna.

O’Brien segir reynsluna af uppsetningu og notkun Windows 7 hjá CCP verið mjög góða.

Við sem erum í rekstrardeildinni höfum ekkert nema gott um Windows 7 að segja. Nýju notendaskilin (User Interface, UI) eru vel hönnuð og auðvelda manni alla vinnu í stýrikerfinu. Nýjungar eins og að geta fest þá hluti við verkreinina (taskbar) sem maður notar mest og að sýna stærri myndir af opnum gluggum á verkreininni auðvelda manni vinnuna.

Sjá PDF skjal með reynslusögu CCP.

 

 

 


Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Windows 7
Windows 7
Nokkrir tölvu-sérfræðingar skrifa um nýja stýrikerfið frá Microsoft. Windows 7 sem kemur á markað 22. október næstkomandi.

Spurt er

Hvaða stýrikerfi ertu með?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband