12.10.2009 | 23:44
Hér verður bloggað um Windows 7
Nú styttist óðum í að nýtt stýrikerfi frá Microsoft komi á markað.
Fyrir flesta PC-eigendur eru það tímamót þegar nýtt stýrikerfi kemur á markað. Þetta er fjórða stóra uppfærslan frá árinu 1995 þegar að Windows 95 kom á markað. Windows 98 kom þrem árum síðar og hið geysivinsæla Windows XP kom á markað 2001. Margir eru enn að notast við það stýrikerfi en Windows Vista sem kom út 2006 hefur verið frekar umdeilt og þykir mörgum það of þungt í keyrslu.
Windows 7 er fyrsta stýrikerfið frá Microsoft sem krefst ekki öflugri vélbúnaðar en forveri sinn. Þetta nýja stýrikerfi hefur auk þess marga aðra kosti sem við hyggjumst gera góð skil hér á þessu hópbloggi á næstu dögum.
Hér munu nokkrir helstu Microsoft sérfræðingar landsins fjalla um ýmislegt sem tengist Windows 7 og leitast við að svara íslenskum tölvunotendum um allt sem þeir kunna að vilja vita um þetta nýja stýrikerfi.
Þeir sem blogga eru:
Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi
Hákon Davíð Halldórsson, markaðsstjóri Opin kerfi
Andrés Karl Sigurðsson, vörustjóri hugbúnaðar Opin kerfi
Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góð samskipti
Helga Jóhanna Oddsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Opin kerfi
Guðrún Birna Jörgensen, markaðsstjóri Microsoft á Íslandi
Árni Þór Jónsson, framkvæmdastjóri launasviðs Opin kerfi
Guðmundur Zebitz, vörustjóri tölvubúnaðar Opin kerfi
Herdís Ósk Helgadóttir, almannatengill Góð samskipti
Íris Kristjánsdóttir, viðskiptastjóri Opin kerfi
Pétur Bauer, framkvæmdastjóri innkaupa og dreifingar Opin kerfi
Gylfi Sigurðsson, viðskiptastjóri Opin kerfi
Bloggið verður uppfært daglega og ykkur er velkomið að leggja orð í belg.
Spurt er
Tenglar
Íslenskir tölvubloggarar
Söluaðilar Windows
Erlendir tölvubloggarar
Ýmsar Windows síður
- Windows á Wikipedia
- The Windows Blog
- ZD Net
- Microsoft Windows
- Tímalína Windows
- Ed Bott
- Supersite Paul Thurott
Íslenskir spjallvefir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Windows 7 er snilld. Ég hef notað windows XP og dottið inná vista reglulega síðan það kom út en alltaf gefist upp.
Núna er ég að keyra Windows 7 64 bita bæði á ferðavélinni minni og borðvélinni og einnig 32 bita útgáfuna í vinnuna og hef ekki lent í neinum teljandi vandræðum. (utan við þegar ég setti upp Office 2010, þá fór allt til fj.)
En stöguleikinn og fullt af skemmtilegum hlutum heilla mig við sjöuna... sjónrænu hlutirnir og allt þetta góða sem þeir stálu frá makkanum.
Það eina sem angrar mig á köflum er forsjárhyggja kerfisins þegar þú ert búin að tengja vélina inn á domain. Þá er administrator ekki það sama og administrator.
En frábært að þið ætlið að blogga um þetta... hlakka til að fylgjast með.
Kv Vilberg
Vilberg Helgason, 13.10.2009 kl. 00:05
Hvaða Windows7 eru allir að nota fyrst það er ekki komið út?
Páll Geir Bjarnason, 13.10.2009 kl. 01:05
Frá því í fyrra hefur verið hægt að sækja ókeypis beta útgáfu af Windows 7 og síðustu mánuði RC1 útgáfu (sem er nokkurn veginn lokaútgáfa og er samþykkt fram á næsta ár). Þá gaf Microsoft í síðasta mánuði út fullkláraða RTM útgáfu, og fengu nokkrir áhugasamir tölvunotendur fría 90 daga útgáfu af því.
Þá hafa fyrirtæki sem eru með hugbúnaðarsamning við Microsoft þegar fengið RTM lokaútgáfuna.
Davíð Pálsson, 13.10.2009 kl. 08:08
Smá leiðrétting Davíð.
W7 virkar til 1 mars 2010.
Vilberg Helgason, 19.10.2009 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.