Leita í fréttum mbl.is

Gametívi stjórnandi: "Windows 7 virkar mjög vel fyrir leiki"


Athugasemdir

1 identicon

Hverjum hjá Microsoft á Íslandi fannst það góð hugmynd að spamma bloggsíður með auglýsingaáróðri?

Ég hét að menn væru ekki svo skyni skroppnir að þeir áttuðu sig ekki á því að bloggarar eru almennt mjög andvígir öllum tilraunum ósmekklegra auglýsingamanna til að búa til einhverja "umræðu" um vöru.

En ókey, þið opnuðuð fyrir þetta.

Ég ætla því að nota tækifærið og lýsa minni skoðun á Windows 7. Þetta er fullkomið drasl. Ég fékk fyrir Beta útgáfuna og var hún still á reglubundnar uppfærslur. Í fáum orðum sagt, þessi hörmung tók sig til og endurræsti sig í tíma og ótíma. Í miðri kynningu, öhhh... afsakið, en það virðist eitthvað vera að tölvunni minni.

Ég get ekki fullyrt það, én ég tel víst að Win 7 sé ábyrgt fyrir því að Samsung diskurinn minn krassaði og öll gögnin mín glötuðust.

Utter rubbish eins og Bretinn sagði.

Er núna hamingjusamur með Ubuntu 9.10. Frábært, hraðvirkt og ókeypis snilldarforrit. Ég þarf þó annað slagið að fara á windows vél fyrir Photoshop. Ég harma þær stundir.

Hilmar (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Andrés Jónsson

Sæll Hilmar,

Ég geri ekki athugasemdir við skoðanir þínar á stýrikerfum eða upplifun þína af Windows 7. Þó að það sé vissulega leiðinlegt ef þú hefur lent í vandræðum. Windows 7 hefur almennt fengið mjög góða dóma. En það eru auðvitað til mörg önnur góð stýrikerfi. Öll hafa þau einhverja kosti og galla.

En ég verð að gera athugasemd við ummæli þína um spam og að búa til "umræðu". Þarna hefði verið betra hjá þér að spyrja fyrst og skjóta svo, en ekki öfugt. Það hefur enginn spamað eitt eða neitt í þessari kynningu. Þér í lófa lagið hvort þú lest það sem er skrifað á þessa bloggsíðu eður ei. Alveg eins og Facebook síðuna, Flickr-síðuna eða aðrar slíkar.

Við skrifum hér undir nafni um stóran viðburð í huga þeirra sem nota Windows stýrikerfi. Hér ekki verið að "búa til umræðu" heldur erum við að taka þátt í henni. Fyrirtæki og einstaklingar innan þeirra mega alveg taka þátt í umræðu á netinu eins og almenningur. Það þarf bara að vera á gagnsæjan og heiðarlegan hátt. Það finnst mér sem bloggara á Eyjunni og Moggablogginu til margra ára skipta mestu máli.

Ég hygg að þegar þú skoðar þetta þá sért þú sammála mér. Geri ráð fyrir vond upplifun þín af stýrikerfinu sem þú lýsir hafi haft þarna einhver áhrif :)

Með góðri kveðju,

Andrés Jónsson - almannatengill hjá Góðum samskiptum og einn af þeim sem hefur tekið þátt í kynningunni á Windows 7 á Íslandi.

Andrés Jónsson, 22.10.2009 kl. 23:49

3 identicon

Oh jæja, er ný útgáfa af Windows stór atburður í lífi þeirra sem nota stýrikerfið?

Svei mér, þá þykir mér líklegt að það sé hópur af fólki sem þarf að fagna mjög reglulega. Win7, Win Vista, Win Xp, Win Me, Win 98, Win 2000, Win Server, Win Mobile auk allra home, enteprize, corp og hvað allar útgáfurnar heita. Dálítið 2007 viðhorf, er það ekki?

Með fullri virðingu fyrir þér og þínu starfi, þá held ég að flestum sé skítsama um Win7.... tja nema þeim sem eru að burðast með síðustu hörmungina, Vista.

Verð að segja að ég hefði bara kosið að geta keypt mér EINA útgáfu sem er nothæf til lengri tíma. Hún var t.d. skemmtileg síðasta útgáfan sem ég keypti fyrir nokkrum árum. Eftir stækkun á diskum og f*ck up í stýrikerfinu komst ég að því að ég mátti bara installa forritinu sem ég keypti fyrir tugi þúsunda þrisvar.

Auðvitað varð ég fúll, þannig að ég skellti mér á nýja, svokallaða ólöglega útgáfu. Datt ekki til hugar að standa í stappi við söluaðila hvað þá að greiða fyrir nýja útgáfu.

Og af hverju allar þessar útgáfur? Jú, af því að fyrirrennarinn var ónothæfur. Og hvað breytist með Win7? Átti Vista ekki að vera "the ultimate"? 

Linux distróin eru ókeypis, og uppfærslur koma ca tvisvar á ári. Frábært, sérstaklega fyrir þá sem nota Linux. Ég uppfærði tölvuna sem krassaði svona gersamlega á Win7, tók ca 20 mínútur, allir driverar uppsettir og vélin good to go. Samt sérðu engan blogga um Linux á Mbl.is. Og reyndar engann sem bloggarum nýjustu Playstation tölvuna, jafnvel þó PS sé stór hluti í lífi margra.

Hvað um blogg þegar nýjasta Corollankemur á markað, nýtt tyggjó með sólberjabragði, nýjar aðhalds-sokkabuxur?

Hey af hverju eru bara ekki allir söluaðilar sem eru svo óforskammaðir að telja vöruna þeirra svooo mikinn part af lífi fólks, með blogg?

Mikið væri nú skemmtilegt að þrælast í gegnum bloggið ef staðan væri þannig.

En ég veit, þetta kostar ekkert og á síðustu og verstu tímum nýta menn ódýrar aðferðir í auglýsingaherferðunum. En hey, með þessum okurprís fyrir vöru sem ætti að vera frí fyrir þá sem keyptu síðasta draslið og einokunaraðstöðuna sem Microsfot er í, þá ætti fyrirtækið ekki að vera í nokkrum vandræðum með að skella aurum á borðið fyrir hefðbundnar auglýsingar.

Fyrirgefðu svo ofanígjöfina, ég hefði líka látið þig heyra það þó þú vprir að kynna eitthvað annað, eins og Tupperware.

P.s.

Ég geri ráð fyrir að Windowsnotendur séu nægilega greindir til að fara á síðu Microsoft til að lesa sér til um nýjustu byltinguna í lífi þeirra? Ef þið eruð ekki með spjallsíðu, þá bendi ég á alveg yndislegan kost, en það er þessi síða. Þarna getur fólk hlaðið niður ókeypis hugbúnaði. Microsoft ætti t.d. að finna ókeypis hugbúnað fyrir spjallsíður, og blogg reyndar líka.

Hilmar (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 01:33

4 identicon

Sæll Hilmar,

Er óánægja þín bundin við að þú viljir ekki að neytendavörur séu kynntar á blogg síðum og eða samfélagsmiðlum?

Mér heyrist líka að þú hefðir vilja sjá síður sem kynna Linux. Þegar ég kannaði síðast er hlutfall þeirra sem hampa Open Source eða linux miklu stærra en þeirra sem segja frá ánægju sinni og reynslu með hugbúnað eins og Windows. Þér er frjálst að setja upp það sem þú vilt halda fram.

Annars á ég mjög bágt með að trúa því að Windows 7 hafi gengið svona illa hjá þér. Það virðist ganga svo vel hjá mörgum öðrum. Værir þú opinn fyrir því að gera aðra tilraun með okkar aðstoð? Ég er til. Mættu bara í kaffi og við fáum vélina þína til að virka eins og draum með Windows 7.

Halldór J. Jörgensson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Windows 7
Windows 7
Nokkrir tölvu-sérfræðingar skrifa um nýja stýrikerfið frá Microsoft. Windows 7 sem kemur á markað 22. október næstkomandi.

Spurt er

Hvaða stýrikerfi ertu með?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband