Leita í fréttum mbl.is

Goðafoss fer víða í Windows 7

 

Window

Gaman að það skuli hafa verið tekið eftir íslensku myndunum í kynningum á Windows 7. Takk Hermann. Forsagan er sú að í ágúst 2008 kom hópur frá höfuðstöðvum Microsoft ásamt 10 valinkunnum ljósmyndurum og dvöldu hér á landi hátt í tvær vikur við ljósmyndun. Þessi hópur gengur undir nafninu Icons of Imaging og eru margverðlaunaðir ljósmyndarar. Flestir ljósmyndarar hópsins komu til Íslands og heilluðust mjög af landi og þjóð. Skotnar voru þúsundir mynda og sumar þeirra hafa verið að sjást í Windows 7 forútgáfum eins og Goðafoss, Seljalandsfoss og falleg mynd tekin út um glugga á hótel Búðum.

Ekki er vitað hve mikið af þessum myndum hafa ratað í lokaútgáfur af Windows 7 en reglulega birtast myndir á forsíðu www.bing.com sem teknar voru í ferðinni. T.d. 17. júní var glæsileg mynd frá Núpsstað.

Kíkið endilega á viðtalið við John Shaw , Bambi Cantrell og fleiri viðtöl sem tekin voru í ferðinni.

Það er frekari frétta að vænta af Windows 7 og Íslandi fljótlega eftir 22. október þegar varan fer í almenna sölu.

lón


mbl.is Goðafoss fer víða í kynningu Microsoft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Windows 7
Windows 7
Nokkrir tölvu-sérfræðingar skrifa um nýja stýrikerfið frá Microsoft. Windows 7 sem kemur á markað 22. október næstkomandi.

Spurt er

Hvaða stýrikerfi ertu með?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband